It’s A Dogs Life!

My years growing up in a little village down by the sea in the north-Atlantic island of Iceland were even better then you can ever imagine. Living with the perfect family. Happy, healthy parents, two older sisters and two older brothers. Life was only about running around town from sunrise to sunset. The summers were particually fun when the sun never goes down and tomorrow is far away. I remember feeling sometimes that time had stopped and I would never grow old.
But now I wish I could go back to my youth, for just one day – just one hour.

My father is and was a sailor. He left in the middle of the night and came home late in the evenings. He brought food to our table and money into our bank account :) During the summer time I used to stay awake and look into the horizon. Then I would see his ship as a little dot in the distance, getting bigger by the minute. I ran down to the pier, waited for him with other sailors-kids on the rocks. We would climb the rocks on the pier when we got bored at looking at the grown-ups work. In my memories nobody worried about us, even though we sometimes came home with wet clothes from swimming in the freezing-cold North Atlantic Ocean. In the winters we always had snow. A lot of snow! . And yes, I am the little pink-dressed girl some where climbing on the snow.
I was only eight years old when my dream came true. My brother came home with a 8 weeks old puppy. Icelandic Sheep Dog. Young, beautiful and a perfect playmate! The dog became my best friend, and one might even say,… my sister.
For eight years she would sneak into my bedroom late at night and sleep by my bedside . For eight years we were inseparable.

Then I moved and went to college.  Years went by and she stayed with my parents. She became a big part of our life, even more like part of the furniture. She did everything with us, went mountain climbing with my mom and berry-picking with my dad. She was always there when I came to visit my folks, always the same, always Píla, my dog. For 17 years she followed my family through thick and thin. A true family member.
On January 16th I received a phone call from my mom. She had a hard time speaking because she cried so much. My little sister, my dog, had been in a terrible accident. I booked a flight the next minute and two hours later I was home with my parents.
But there was no Píla. The house was silent.
No bark, no nothing.
My father and I dug a grave in the garden. Picked the perfect spot where she could both see in the fjord, to the south – and out the fjord, to north. Memories may fade, but she will always be in my heart.
She is the reason I decided to study dogs. She is the reason why I want to make further researches on raising a dog and a child together. She had even bigger influence in my life then I could ever imagine.
Because of her … Dogs are my life!

—–

Ég ólst upp í litlu sjávarþorpi niður við sjóinn. Sjórinn var Norður-Atlantshafið og eyjan mín heitir Ísland. Æskuárin mín voru betri en þú getur ímyndað þér. Hamingjusamir, heilbrigðir foreldrar, tvær eldri systur og tveir eldri bræður. Lífið snérist um það eitt að leika sér frá sólarupprás til sólseturs. Sumrin voru sérstaklega skemmtileg, þar sem sólin sest aldrei og morgundagurinn er í órafjarlægð. Ég man að stundum leið mér eins og tíminn stæði í stað og ég yrði aldrei fullorðin. Núna óska ég þess heitt að ég gæti farið aftur til æskunnar – bara í einn dag – eina klukkustund.

Pabbi minn var og er sjómaður. Hann fór um miðja nótt og kom heim seint að kvöldi dags. Hann færði björg í bú og pening inn á bankareikninginn J Á sumrin vakti ég eftir honum og horfði út sjóndeildarhringinn. Svo sá ég skipið hans birtast sem litla doppu í órafjarlægð, en stækkaði með hverri mínútunni sem leið. Ég hljóp niður að bryggju, beið eftir honum á klöppunum með hinum sjómanna-börnunum. Þegar við urðum þreytt á því að horfa á fullorðna fólkið vinna klöngruðumst við um klettana. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi kippt sér upp við þennan leik okkar, jafnvel ekki þó við kæmum heim rennandi blaut eftir sundsprett í ísköldu Atlantshafinu. Á veturnar snjóaði, Mikið! Og já, ég er þessi litla bleik klædda að skríða um í snjónum.

Ég var aðeins átta ára gömul þegar draumar mínir rættust. Bróðir minn kom heim með 8 vikna gamlan hvolp. Íslenskan fjárhund. Ung, falleg og fullkominn leikfélagi! Hundurinn varð besti vinur minn, og sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja; hún varð systir mín. Í átta ár læddist hún eftir ganginum og inn í herbergið mitt þar sem hún svaf við rúmstokkinn. Í átta ár vorum við óaðskiljanlegar.

Síðan flutti ég burt og hóf nám í menntaskóla og síðar háskóla. Árin flugu og hún bjó hjá foreldrum mínum. Hún varð að stórum hluta í okkar lífi, eins og gamallt húsgagn. Hún gerði allt með okkur, fór í fjallgöngur með mömmu og berjatínslur með pabba.

Hún var alltaf til staðar þegar ég heimsótti foreldra mína, alltaf eins, alltaf Píla, hundurinn minn. Í 17 ár fylgdi hún fjölskyldu minni í gegnum súrt og sætt. Sannur fjölskyldumeðlimur.

Sextánda Janúar á þessu ári fékk ég símtal frá mömmu. Hún átti erfitt með að tala því hún grét svo mikið. Litla systir mín, hundurinn minn, hafði lent í hræðilegu slysi.

Ég bókaði flug heim og tveimur tímum seinna var ég komin heim til foreldra minna.
En þar var engin Píla. Ekkert gelt. Ekkert.

Pabbi og ég grófum gröf í garðinum. Völdum fullkominn stað þar sem hún gat bæði horft inn fjörðin og út – suður og norður. Minningar dofna en hún mun alltaf vera í hjarta mínu.

Hún er ástæðan fyrir því að ég ákvað að læra hundaþjálfun. Hún er ástæðan fyrir því að ég vil rannsaka betur uppeldi barna og hunda. Hún hafði meiri áhrif á líf mitt en ég hefði nokkurntímann getað ímyndað mér.

Vegna hennar …. eru hundar líf mitt!